Uppskriftaspjöld Kristu pakki I
  • Uppskriftaspjöld Kristu pakki I
Uppskriftaspjöld Kristu pakki I - is currently on backorder. You may still purchase now though and we'll ship as soon as more become available.

Jæja þá eru þau komin í sölu hér á vefnum til að byrja með uppskriftaspjöldin sem beðið er eftir. Í fyrsta pakkanum má finna uppskriftir af lágkolvetna mat, sætindum, snakki og brauðmeti en sykurleysi og lág kolvetna mataræðið er orðið mjög vinsælt hér á landi og margir sem vilja prófa að fylgja því. Við systur elskum að borða eftir þessu og nú er hægt að hafa spjöldin við höndina í eldhúsinu. Þau eru plöstuð og koma 10 saman í pakka.

Í þessum fyrsta pakka eru:

1.Beyglur

2. Skonsa

3. Kotasælubollur

4. Kanelsnúðar eða Nutellasnúðar

5. Möndlur tvennskonar

6. Karamellusósa

7. Pizzaréttur

8. Sörur

9. Crépes með karrýkrydduðum blómkálsgrjónum

10. Súkkulaðikonfekt með piparmyntufyllingu

Uppskriftir eru flokkaðar niður í 4 flokka, Brauð, Sætindi, Snakk og Matur og litakóðaðir eftir því ykkur til glöggvunar. 

Njótið vel elskurnar !